fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Heimir og Höddi Magg mætast í einvígi aldarinnar á Skírdag

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2024 07:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuáhugamenn og skákáhugamenn ættu að taka Skírdag frá.

Heimir Guðjónsson, einn allra fremsti þjálfari Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari FH, og Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fyrrverandi knattspyrnumaður og ástkærasti lýsir landsins, mætast í epísku hraðskákeinvígi á 220 BAR á Skírdag (28. Mars) kl 20.00

Viðburðurinn er haldinn af Chess After Dark en hugmyndin að einvíginu kom eftir að þáttastjórnendur Chess After Dark héldu „Blush mótið“ haustið 2022 en þar mættust Heimir Guðjónsson og Hörður Magnússon í mótinu þar sem Heimir hafði sigur.

Hörður Magnússon er liðtækur skákmaður og hér gerir hann heiðarlega tilraun til að skúra gólfið með sagnfræðingnum Gauta Pál Jónssyni.

Þeir félagar eru báðir afbragðsskákmenn og eru álíka sterkir svo einvígið ætti að vera mjög jafnt og spennandi.

Heimir Guðjónsson er í dag þjálfari FH liðsins og Hörður Magnússon starfar sem sjálfstæður lýsandi.

Meira
Höddi Magg og Heimir tefldu í Blush

Skákin milli þeirra félaga vakti mikla athygli og því var ákveðið að slá til einvígisins. Tefldar verða 10 hraðskákir og má lofa mikilli skemmtun.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru báðir keppendur afar sigurvissir og tala að um formsatriði sé að ræða.

Sigurvegari einvígisins mun ekki aðeins sigra Einvígi aldarinnar, heldur einnig stoltið sem mun fylgja því að sigra og síðast en ekki síst, komið því á hreint hvor þeirra er í raun og veru sterkari skákmaður.

Bæði er hægt að mæta á staðinn eða horfa heima í stofu en sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu á Vísi en þar munu sterkustu skákmenn landsins lýsa skákunum hjá þeim félögum.

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til að láta þennan spennandi viðburð ekki framhjá sér fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“