fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Túristarnir trúðu ekki eigin augum – „Holy shit“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem þurftu að rýma Bláa lónið trúðu vart sínum eigin augum þegar þeir fóru út fyrir hússins dyr á laugardagskvöldið, rétt eftir að enn eitt eldgosið hófst á Reykjanesskaga.

Meðfylgjandi myndband birtist á YouTube í gærkvöldi en á því má sjá hvað blasti við ferðamönnum þegar þeir yfirgáfu hótelið í flýti. Í myndbandinu heyrist líka vel í háværum viðvörunarflautum sem ómuðu um svæðið. „Holy shit,“ heyrist í einum í hópnum.

Ferðamaður sem var á Silica-hótelinu í Bláa lóninu þegar gosið hófst lýsir því í færslu á Reddit að hann hafi verið að borða kvöldmat ásamt fjölskyldu sinni þegar ósköpin byrjuðu.

Lýsir ferðamaðurinn því að ljósin í salnum hafi skyndilega byrjað að blikka. „Svo kom viðvörunarhljóðið og þetta var svona blanda af yfirvegun og panikki sem tók við,“ segir viðkomandi.

„Við drifum okkur inn í herbergi og tókum dótið okkar saman á meðan starfsfólk hljóp á milli herbergja til að koma fólki í lobbíið. Þegar við komum út tók á móti okkur blóðrauður himinn og reykur yfir öllu svæðinu. Maður heyrði í drununum í gosinu. Allt í allt tók þetta um 20 mínútur að koma öllum út af svæðinu til Reykjavíkur þar sem við fengum að fara á annað hótel.


                                                
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“