fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Líklega stærsta gosið af þeim sjö sem upp hafa komið síðustu þrjú ár – Gæti náð til sjávar rétt austan Þórkötlustaðahverfisins í Grindavík

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 17. mars 2024 00:05

Mynd úr þyrlu Landhelgisgæslunnar/Almananvarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið sem hófst í kvöld er líklega stærsta gosið sem komið hefur upp á Reykjanesi síðustu þrjú árin. Þetta kemur fram í tilkynningu Almannavarna en þar segir:

„Eldgosið sem hófst fyrr í kvöld er líklega það stærsta af þeim sjö eldgosum sem upp hafa komið á síðustu þremur árum. Rétt eftir klukkan 22 í kvöld voru um 200 metrar frá því að hraunflæðið næði varnargarðinum norðan Grindavíkur. Hraunið átti þá ca 700 – 800 metra að Grindavíkurvegi.
Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt í ljósi eldgossins og þróun hraunflæðis frá gossprungunni. Hraun rennur áfram hratt í suður og suðaustur. Hraði hrauntungunnar eins og hann var metinn úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er um 1 km á klst.

Haldist kraftur gossins óbreyttur er sú sviðsmynd möguleg að hraun nái til sjávar rétt austan Þórkötlustaðahverfisins í Grindavík.
Gossprungan eru á milli 3-4 km. að lengd.“

Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi eldgossins og þróun hraunflæðis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt