fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Hallgrímur nefnir óvæntan kandídat sem hann vill að taki við af Guðna – Margir taka undir

Eyjan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann nefnir kandídat sem gæti vel átt heima sem forseti Íslands á Bessastöðum.

Hallgrímur telur að nú sé kominn tími á konu á Bessastaði og nefnir hann lögfræðinginn Katrínu Oddsdóttur í því samhengi. Hallgrímur segir að hún hafi allt í djobbið; sé allt í senn gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg.

„Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu,“ segir Hallgrímur sem heldur áfram:

„Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu. Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“

Margir taka undir með Hallgrími og segjast myndu kjósa Katrínu ef hún byði sig fram. „Fengi mitt atkvæði án vafa,“ segir einn og annar segir: „Þessa myndi ég kjósa!.“

Katrín birtist sjálf í umræðuþræði Hallgríms þar sem hún segist, því miður, ekki vera á leið í framboð.

„Takk fyrir þessi ægilega fallegu orð elsku Hallgrímur,“ segir hún og bætir við: „Er þó ekki á leið að söðla um og skella mér í þennan slag en mikið þykir mér vænt um alla þessa hlýju.“

Hallgrímur svarar að bragði og segir að kallað verði á hana þar til hún hlýðir. „Þetta er borðleggjandi. Liggur í loftinu. En skil vel að þú þurfir tíma til að venjast tilhugsuninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn