fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 04:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok desember 2022 handtók lögreglan í Viktoríuríki í Ástralíu eldri konu í kjölfar þess að lögreglumenn komu á heimili hennar til að kanna með ástandið á bróður hennar. Í ljós kom að hann hafði látist nokkrum árum áður og að konan hafði sofið við hlið rotnandi líks hans, hugsanlega í allt að fimm ár.

Nágrannar systkinanna höfðu nefnt húsið „Hryllingshúsið“ vegna umgengninnar en rusl þakti gólfin og allt upp í rjáfur, þar voru rottur, mannasaur og „blóðug beinagrind“.

Lögreglumenn þurftu að nota kúbein til að spenna glugga upp til að fara inn um. Þegar starfsmenn tæknideildar lögreglunnar komu síðar á vettvang þurftu þeir að vera í eiturefnabúningum inni í húsinu á meðan þeir fjarlægðu beinagrind bróðurins.

Konunni, sem er á áttræðisaldri, var fljótlega sleppt úr haldi. Lögreglan er enn að rannsaka hvað varð bróður hennar að bana.

Nágrannar segja að líklega hafi líkið ekki fundist árum saman vegna þess hversu mikið rusl og viðbjóður var í húsinu.

Bróðirinn sást síðast á lífi 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni