fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Eiríkur Örn lést af slysförum – Safnað fyrir þrjú ung börn hans

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 17:00

Eiríkur Örn Jónsson Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Örn Jónsson, lögreglumaður, lést af slysförum miðvikudaginn 7. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Eiríkur Örn sem var þrjátíu og þriggja ára að aldri lenti í alvarlegu umferðarslysi, á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík, þriðjudaginn 30. janúar. Þar rákust saman vöruflutningabifreið og fólksbifreið sem Eiríkur Örn ók.

Eiríkur Örn skilur eftir sig þrjú börn á aldrinum fjögurra til átta ára, kærustu og stjúpdóttur, foreldra, bróður, og fleiri ástvini. 

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir börn Eiríks Arnars og er hann á nafni og kennitölu Emmu, annarrar barnsmóður hans. DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta frétt um styrktarreikninginn.

Þau sem hafa tök á og vilja styðja við börn hans á erfiðum tíma geta lagt inn á neðangreindan reikning,

Kennitala: 1704866259
Reikningur: 0542-14-400086

„Þökkum hlýjar kveðjur og hugulsemina úr öllum áttum á meðan við hlúum að þessum litlu yndislegu sálum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni