fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Eltihrelli birtur dómur – Fjögurra og hálfs árs fangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 10:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögbirtingablaðið birtir í dag dómsorð í máli þar sem maður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir brot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og til að greiða henni 4,5 milljónir króna í miskabætur. Um er að ræða dóm Landsréttar sem kveðinn var upp 15. desember síðastliðinn eftir að maðurinn hafði áfrýjað dómi héraðsdóms frá árinu 2022.

Brotin varða stafræn kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi. Var maðurinn sagðir hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður.

Fólust brot mannsins í því að á tveggja ára tímabili, 2017-2019, sendi hann á annað hundrað tölvupósta með kynferðislegum ljósmyndum af konunni til vina og kunningja konunnar en að auki voru myndirnar sendar til fjölmiðla og á fleiri staði. Þá birti hann kynferðisleg myndskeið af barnsmóður sinni á vefsíðum og sendi henni ærumeiðandi skilaboð í gegnum SMS og samskiptaforrit eins og Viber og Messenger. Þá lágu til grundvallar dómsins ærumeiðandi símtöl en konan tók sum þeirra upp.

Brotin voru gífurlega umfangsmikil og voru ákæruliðirnir alls 136. Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði málið tengjast forsjárdeilu. Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið og taldi yfir allan vafa hafið að hann hefði gerst sekur um öll brotin. Þá var litið til þess við ákvörðun refsingarinnar hve mörg, gróf og alvarleg brotin voru.

Að mati dómsins sýndi maðurinn barnsmóður sinni og fyrrverandi konu fullkomið virðingarleysi og rauf við hana trúnað með grófum hætti. Myndirnar sem hann dreifði voru meðal annars myndir sem hún hafði sent honum frá heimalandi sínu þegar kynni voru að takast og í framhaldinu á fyrstu stigum sambandsins. Fullyrti hún að hann hefði lofað að eyða myndefninu sem hefði verið tekið.

Það gerði hann ekki heldur notaði myndirnar sem vopn gegn konunni síðar meir.

Í dómnum kemur fram að vítaverðar hvatir hafi legið að baki verknaði mannsins og að hann ætti sér engar málsbætur.

Héraðsdómur dæmdi manninn á sínum tíma í þriggja ára og níu mánaða fangelsi en Landsréttur þyngdi dóminn upp í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Sem fyrr segir hefur ekki tekist að birta manninum dóminn, en hann býr erlendis. Í samræmi við ákvæði sakamálalaga er dómurinn því birtur í Lögbirtingablaðinu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið