Gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um að hafa orðið sex ára syni sínum að bana á heimili þeirra að Nýbýlavegi fyrir viku síðan hefur verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Svo virðist sem rannsóknarhagsmunir krefjist þess ekki að konan sé í gæsluvarðhaldi en rannsókn lögreglu á málinu miðar vel. Lögregla veitir enn sem komið er mjög takmarkaðar upplýsingar um málið en í fyrri frétt DV um málið í dag kom fram að lögregla telur sig hafa góða mynd af atvikum. Krufning hefur átt sér stað og segir lögregla að hún gefi vísbendingu um hugsanlega dánarorsök.