fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Óvissustig á vegum víða um land á morgun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 21:40

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki beint. Mynd: Gísli Einar Sverrisson/Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að með tilliti til veðurspár vilji hún vara við erfiðum akstursskilyrðum á morgun, föstudag, víða um land. Ákveðnir vegir hafi verið settir á óvissustig og geti komið til lokana með litlum eða engum fyrirvara.

Óvissustig verður á eftirfarandi vegum:

  • Suðvesturland: Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegur, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Krýsuvíkurvegur lokar snemma morguns.

 

  • Vesturland: Hafnarfjall, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Hvalfjörður, Akrafjallshringur, Borgarfjörður og Mýrar, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb.

 

  • Norðurland: Öxnadalsheiði, óvissustig 7:00 2. feb – 7:00 3. feb.

 

  • Suðurland: Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts, Árborgarhringur, Lyngdalsheiði og uppsveitir Suðurlands, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb.

 

Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér veðurspá áður en lagt er í ferðalag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
Fréttir
Í gær

Farsímanotkun einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa

Farsímanotkun einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa
Fréttir
Í gær

Fasteignafélagið Þórkatla kynnir leiguverð fasteigna í Grindavík – Taka við fyrstu eignunum í dag

Fasteignafélagið Þórkatla kynnir leiguverð fasteigna í Grindavík – Taka við fyrstu eignunum í dag