fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Robin lenti í ribböldum

Robin Chard varð á vegi óvandaðra kumpána – Fannst í morgunsárið

Kolbeinn Þorsteinsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður getur ráðið allmörgu um þær vendingar sem tilveran tekur, en ótal margt er þó háð tilviljunum og duttlungum forsjónarinnar. Sú varð raunin hjá Bretanum Robin Chard, 47 ára fjölskylduföður frá Heworth í Gateshead.

Þann 23. apríl, 2004, hafði Robin gert sér glaðan dag á knæpu í Newcastle en þegar hann hafði ekki skilað sér heim klukkan 1.20 varð eiginkona hans áhyggjufull. Þegar hún hringdi í farsíma Robins heyrði hún ókunnuga rödd: „Þú hefur hringt í rangt númer.“ Síðan var lagt á og eftir það var ekki hægt að ná sambandi við símann.

Finnst skammt frá heimili sínu

Eftir að hafa haft samband við lögregluna hafði eiginkona Robins samband við ættingja og vini og hafin var leit að honum.

Klukkan átta að morgni þess 24. apríl fann nágranni Chard-hjónanna illa leikið lík Robins í tæplega 400 metra fjarlægð frá heimili hjónanna. Síðar kom í ljós að á leið sinni frá lestarstöðinni í Heworth hafði Robin orðið á vegi tveggja útúrdópaðra ódáma sem gerðu sér að leik að myrða hann, að því er virðist vegna þess eins að hann var snyrtilega til fara.

Óteljandi högg og spörk

Það var Christopher sem lagði fyrst til atlögu við grunlausan fjölskylduföðurinn og sló hann aftan frá. Þegar Christopher og Joseph loks létu af höggum og spörkum höfðu þeir brákað höfuðkúpu Robins og brotið í honum 14 rifbein. Að lokum urðu þeir honum að bana með því að þrýsta andliti hans ofan í jörðina þar til hann kafnaði. Síðan höfðu þeir á brott með sér farsíma Robins og 30 sterlingspund sem þeir fundu á honum. Fljótlega varð ljóst að tvímenningarnir, Joseph Mee og Christpher Smith, reiddu ekki vitið í þverpokum því þeir fóru að guma sig af „afrekum“ sínum.

Sungu „Mama, just killed a man“

Það gerðu þeir heima hjá Christopher en þangað fóru þeir í kjölfarið og þar spiluðu þeir Queen-lagið Bohemian Rhapsody og endurtóku í sífellu laglínuna „Mama, just killed a man“ og hlógu hátt og mikið.

Annar þeirra montaði sig af því að hafa svarað símhringingunni frá eiginkonu Robins, og svarað: „Eiginmaður þinn mun ekki koma heim í nótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“