fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Trump og Sanders sigruðu í New Hampshire

Spennandi kosningabarátta fram undan í Bandaríkjunum – Næst kosið í Suður-Karólínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata, unnu sannfærandi sigra í New Hampshire-ríki í forkosningum flokkanna fyrir forsetakosningarnar í sumar.

Sigraði í New Hampshire.
Bernie Sanders. Sigraði í New Hampshire.

Mynd: EPA

Töluverður munur var á efstu mönnum og þeim sem höfnuðu í öðru sæti. Sem dæmi var Trump með um 35 prósent atkvæða á meðan sá sem var í öðru sæti, John Kasich, fékk um 16 prósent atkvæða.

Hjá Demókrötum var svipuð staða á milli efstu manna. Sanders fékk um 60 prósent á meðan Hillary Clinton fékk um 38 prósent.

Niðurstöðurnar hleypa miklu lífi í kosningabaráttuna. Búið er að kjósa í tveimur ríkjum en í síðustu viku var kosið í Iowa. Þar sigraði Clinton naumlega hjá Demókrötum og Ted Cruz hjá Repúblikönum.

Næst verður kosið í Suður-Karólínu og forvitnilegt verður að sjá hver tekur forystuna hjá báðum flokkum í forkosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Í gær

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”