fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Par situr í súpunni eftir hljómplötusendingu frá Þýskalandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. janúar síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn konu og karli sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots.

Parið er sakað um að hafa reynt að taka við rúmu kílói af kókaíni með styrkleika 62-64%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Fíkniefnin voru falin í hliðum pappakassa sem innihélt vínilplötur og heyrnatól. Koma kassinn hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi miðvikudaginn 18. október 2023. Lögregla lagði hald á sendinguna og fjarlægði efnin úr umbúðunum.

Parið átti að fá greiddar 1.000 evrur fyrir að móttaka pakkann, eða um það bil 150 þúsund íslenskar krónur. Þann 24. október fór konan á pósthús við Síðumúla og spurði um pakkann, sem var stílaður á manninn. „Ákærða veitti pakkanum ekki viðtöku heldur sagði starfsmanni að annar aðili kæmi að sækja hann, á meðan stóð ákærði Y fyrir utan pósthúsið en hann fylgdi ákærðu X fast á eftir er hún gekk frá pósthúsinu og sameinuðust þau við Suðurlandsbraut og gengu sem leið lá niður í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í ákæru. Þar kemur einnig fram að í kjölfarið á þessu voru bæði handtekin í húsi við Sólvallagötu í Reykjavík.

Héraðssaksóknari krefst þess að bæði konan og maðurinn verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á 1093,38 g af kókaíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara