fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Moggafólk ósátt við meðferðina á Hjálmari – „Þetta félag er alveg goslaust“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í gær þegar greint var frá því að Hjálmari Jónssyni, framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, hefði verið sagt upp störfum.

Hjálmar var formaður félagsins um árabil og reyndist félagsmönnum vel, en ástæða uppsagnarinnar er ágreiningur hans við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann félagsins.

Í samtali við DV í gær sagði Sigríður að vilji hafði staðið til þess innan stjórnar frá því í maímánuði að ráða nýjan framkvæmdastjóra en bjóða Hjálmari, sem er 67 ára, annað starf á skrifstofunni. Í þessu ferli hafi hins vegar komið upp trúnaðarbrestur og stjórnin því ákveðið að segja honum upp störfum.

Sjá einnig: Hjálmar kannast ekki við trúnaðarbrest – Segist hafa vakið máls á skattamálum Sigríðar síðan í fyrrasumar

Hjálmar kvaðst aftur á móti ekki kannast við trúnaðarbrest en hann hins vegar rætt skattamál Sigríðar innan veggja félagsins síðan í fyrrasumar. Lýtur umrætt mál að tekjum útleigu íbúða á Airbnb sem ekki voru talin fram til skatts og endurálagning lögð á.

Aðför að tilvist RÚV

Hjálmar var blaðamaður á Morgunblaðinu lengi vel og er afar vel liðinn í Hádegismóum. Þar á bæ ríkir ósætti við meðferðina á honum.

Björn Bjarnason, sem var blaðamaður og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins á sínum tíma, gerði uppsögn Hjálmars að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær.

„Það hlaut einhverjum meðal blaðamanna að verða nóg boðið og krefjast þess að forysta félagsins gerði hreint fyrir sínum dyrum og tæki afleiðingum gjörða sinna. Að ríkisútvarpið taki þátt í þessum leik með þögn sinni er ömurleg aðför að tilvist þess,“ sagði Björn og tóku núverandi og fyrrverandi blaðamenn Morgunblaðsins undir.

„Þjóðnýting/ríkisnýting Blaðamannafélagsins,“ sagði Stefán Einar Stefánsson blaðamaður í athugasemd við færslu Björns.

„Sérlega vandaður maður“

Marta María Winkel, ritstjóri Smartlands, lagði einnig orð í belg og sagði:

„Þetta félag er alveg goslaust og merkilegt að félagar þess láti bjóða sér upp á ruglið sem þarna er í gangi. Sérstaklega ‘rannsóknar’ blaðamennirnir!“

Blaðamaðurinn Hallur Hallsson er sár yfir brotthvarfi Hjálmars frá Blaðamannafélaginu.

„Við Hjálmar unnum saman á Mogganum í den; sérlega vandaður maður. RÚV fer úr einum forarpytti í annan. Það er hneyksli að Sigríður Dögg starfi sem fréttamaður. RÚV er sjálfstætt vandamál í íslensku samfélagi …“

Einn benti svo á að ekki hafi verið minnst einu orði á málið í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Það kom Birni ekki sérstaklega á óvart.

„Dæmigert. Ætli Sigríður Dögg verði kölluð í þriðju gráðu yfirheyrslu í Kastljósi um skattamál? Formaður og framkvæmdastjóri sjálfs blaðamannafélagsins,“ sagði ráðherrann og aðstoðarritstjórinn fyrrverandi.

Sigríður Dögg er komin í launalaust leyfi frá störfum sínum hjá RÚV, eða þar til gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra. Formannskjör fer fram á næsta aðalfundi Blaðamannafélagsins og ætlar Sigríður Dögg að sækjast eftir endurkjöri.

Herma heimildir að í Hádegismóum sé nú leitað logandi ljósi að heppilegum frambjóðanda gegn Sigríði Dögg og búast megi við hörðum kosningaslag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns