fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Samfylkingin fengi 19 þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 12

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 09:03

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar heldur áfram að fara í sitt hvora áttina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin fengi 19 menn kjörna ef kosið væri nú miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samanlagt 22 þingmenn.

Í Þjóðarpúlsinum mælist Samfylkingin nú með 28,4 prósent og hækkar örlítið á milli mánaða. Umreiknað í þingmannafjölda eru þetta 19 sæti, rúmlega þrefaldur núverandi fjöldi þingmanna Samfylkingar.

Sjálfstæðisflokkurinn missir næstum 2 prósent og mælist nú með 18,1 prósent. Flokkurinn hefur aldrei mælst lægri í Þjóðarpúlsi Gallup. Þetta myndi afla flokknum 12 þingsætum í Alþingiskosningum.

Miðflokkurinn heldur áfram að sækja í sig veðrið og mælist nú með 9,7 prósent. Það dugar fyrir 6 þingmönnum sem yrði þreföldun þar sem þingmenn flokksins eru aðeins 2 í dag.

Framsóknarflokkurinn bætir aðeins við sig, um tæpt prósentustig, og mælist nú með 9,4 prósent. Það jafngildir 6 þingsætum eins og hjá Miðflokki.

Það sama á reyndar við Pírata og Viðreisn líka, sem mælast nú með 9,1 og 8,8 prósent. Píratar fara örlítið niður á milli mánaða en Viðreisn upp um tæpt prósent.

Flokkur fólksins stendur næstum því í stað með 6,8 prósent sem jafngildir 4 þingsætum. Flokkur forsætisráðherra, Vinstri græn, myndu einnig fá 4 þingsæti með 6 prósent en það er bæting um næstum því eitt prósent.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna stendur í stað upp á punkt, það er 33,5 prósent. En stuðningur við stjórnina sem slíka lækkar um eitt prósentustig, úr 33 í 32 prósent.

Könnunin var netkönnun, gerð dagana 1. desember til 1. janúar. Úrtakið var 9.636 og svarhlutfallið 48,9 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi