fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

„Þetta er bara af­leiðing af ára­tuga van­rækslu á þess­um innviðum okk­ar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 08:00

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnu árum að launafólk þurfi að vera frá vinnu til að sinna nákomnum ættingjum sínum, öldruðum foreldrum til dæmis.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að útvíkkun veikindaréttar þannig að hann nái til nánustu aðstandenda sé að finna í kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamninga.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Þar kemur fram að forystumenn stéttarfélaga meti það svo að skortur á úrræðum í þjónustu við aldraða og staðan á hjúkrunarheimilum með sínum löngu biðlistum eigi hlut að máli. Það hafi færst í vöxt að fólk þurfi að taka sér frí frá vinnu til að sinna öldruðum foreldrum sínum í heimahúsi.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, varpar frekara ljósi á þetta í samtali við Morgunblaðið.

„Við höf­um séð dæmi um hjón sem eru kom­in í mikið umönn­un­ar­hlut­verk gagn­vart for­eldr­um beggja og ann­ast þá allt upp í fjóra aldraða ást­vini, sem eru á biðlist­um og fá ekki þá þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda. Þetta teng­ist beint umræðunni í sam­fé­lag­inu um slaka stöðu hjúkr­un­ar­heim­ila og kem­ur fram á öll­um fund­um hjá okk­ur.“

Ragnar Þór er sammála þessu og segir að hjúkrunarheimili séu yfirfull og þar sé aðeins pláss fyrir allra veikustu einstaklingana.

„Þetta er bara af­leiðing af ára­tuga van­rækslu á þess­um innviðum okk­ar sem voru byggðir hér upp af öfl­ugu fólki en síðan hef­ur þessi hluti vel­ferðar­kerf­is­ins verið al­ger­lega van­rækt­ur. Þetta bitn­ar á fjöl­skyldumeðlim­um sem þurfa að fara í þessi umönn­un­ar­hlut­verk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“
Fréttir
Í gær

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði