fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Gosið grefur undan ríkjandi kenningum um eldstöðvarkerfin á Reykjanesskaga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 09:00

Frá gosinu fyrr í mánuðinum. Mynd:DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikan sem kemur upp í yfirstandandi gosi við Sundhnúkagíga er þróaðri en kvikan sem kom upp í eldgosunum þremur í og við Fagradalsfjall á undanförnum árum. Samt sem áður kemur kvikan úr sama kvikuhólfi sem er á tíu til fimmtán kílómetra dýpi.

Þetta er niðurstaða mælinga sem jarðvísindamenn við Háskóla Íslands hafa gert. Morgunblaðið hefur eftir Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði, að þetta sýni að kvikan sé öll af sama stofni, þrátt fyrir að Fagradalsfjall og Svartsengi hafi fram að þessu verið talin vera sitt hvort eldstöðvakerfið. „Ég er farinn að hallast að því að það gæti verið betra að líta á Reykjanesskagann sem eitt kerfi frekar en mörg ólík,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Hann hefur áður haft uppi efasemdir um ríkjandi kenningar um að jafnvel séu sex mismunandi eldstöðvarkerfi á skaganum. „Það getur verið að mismunandi hlutar af kerfinu taki við sér á mismunandi tímum. Það er þá bara hvernig landið liggur hverju sinni sem ákvarðar það,“ sagði hann einnig.

Hvað varðar yfirstandandi gos, þá telur hann að það hafi náð hámarki en því fari hins vegar víðsfjarri að atburðarásinni á Reykjanesskaga sé lokið og að öllum líkindum muni sagan endurtaka sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi