fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Þorvaldur er temmilega bjartsýnn á að varnargarðarnir haldi – Hraun gæti runnið í átt að Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 06:00

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, er temmilega bjartsýnn á að varnargarðarnir, sem gerðir hafa verið, haldi en bendir á að þeim sé ekki ætlað að stöðva hraunflæðið, heldur beina því í aðra átt.

En ég hefði verið til í að vera kom­inn með garð fyr­ir ofan Grinda­vík,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagði gosið vera tíu til tuttugu sinnum kraftmeira en við upphaf gossins í Fagradalsfjalli 2021. Nú koma 100 til 200 rúmmetrar af kviku upp úr sprunginni á sekúndu hverri.

Hvað varðar útstreymi brennisteinsdíoxíðs þá er það tífalt meira á hverja tímaeiningu en í síðustu þremur gosum eða 30 til 60 þúsund tonn á sólarhring. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar eru að sögn Þorvalds að vindáttir eru hagstæðar eins og er og blæs þessu að mestu út á haf.

Hraun flæðir nú í norður og austur frá sprungunni en Þorvaldur benti á að hraunið geti ekki runnið mjög langt til austurs því landið byrjar að hækka skammt frá sprungunni. Segir hann þá töluverðar líkur á að hraunrennslið sveigi í suður, í átt að Grindavík. Norðan við gossprunguna séu mikilvægir innviðir sem geti verið í hættu ef gosið stendur lengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“
Fréttir
Í gær

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Ragnar Freyr hreinsaður af ásökunum um ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám

Ragnar Freyr hreinsaður af ásökunum um ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“