fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Segir lög í undirbúningi á verkfall flugumferðarstjóra – Sigurður Ingi ómyrkur í máli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra og líklegt er að Alþingi verði kallað saman í vikunni til að afgreiða lagafrumvarp þar um. Frumvarpið er sagt vera tilbúið í innviðaráðuneytinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vildi ekki staðfesta að frumvarpið sé til.

„Þessum aðilum skal vera ljóst að það er enginn sérstakur skilningur meðal þjóðarinnar á því að það sé skynsamlegt að vera í verkfalli rétt fyrir jól í kjölfarið á náttúruhamförum sem hafa kostað samfélagið umtalsvert. Fólk hlýtur að átta sig á því að það ber ábyrgð,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Morgunblaðið og bætti við að hann telji að samfélagið standi ekki saman um þetta verkfall og augljóst sé að deiluaðilar eiga erfitt með að setjast niður og semja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti