fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Segir lög í undirbúningi á verkfall flugumferðarstjóra – Sigurður Ingi ómyrkur í máli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra og líklegt er að Alþingi verði kallað saman í vikunni til að afgreiða lagafrumvarp þar um. Frumvarpið er sagt vera tilbúið í innviðaráðuneytinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vildi ekki staðfesta að frumvarpið sé til.

„Þessum aðilum skal vera ljóst að það er enginn sérstakur skilningur meðal þjóðarinnar á því að það sé skynsamlegt að vera í verkfalli rétt fyrir jól í kjölfarið á náttúruhamförum sem hafa kostað samfélagið umtalsvert. Fólk hlýtur að átta sig á því að það ber ábyrgð,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Morgunblaðið og bætti við að hann telji að samfélagið standi ekki saman um þetta verkfall og augljóst sé að deiluaðilar eiga erfitt með að setjast niður og semja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu