fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Lína og Gummi vildu ekki að fólk vissi að þau væru að hittast – „Við sátum meira að segja í sitthvoru lagi í flugvélinni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2023 11:13

Gummi Kíró og Lína Birgitta. Mynd/Instagram @gummikiro

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldaparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, kallaður Gummi Kíró, hafa eytt síðustu dögum í Stokkhólmi til að fagna afmæli Gumma.

Það vill einnig svo skemmtilega til að parið átti nýlega fjögurra ára sambandsafmæli, þar að auki eru fjögur ár liðin síðan þau fóru fyrst saman erlendis og þá einmitt til Stokkhólms. Þá voru þau nýbyrjuð að hittast og vildu kynnast í rólegheitum áður en fréttir um samband þeirra birtust í fjölmiðlum og að fólk færi að slúðra um þau. Þau gripu til sinna ráða og fóru í „leyniferð.“ Þau þóttust ekki þekkja hvort annað á flugvellinum, sátu á sitthvorum staðnum í flugvélinni og það var ekki fyrr en í leigubílnum á leiðinni upp á hótel þar sem leikaraskapnum lauk.

„Við vissum ekkert hvernig þetta myndi þróast hjá okkur“

Lína Birgitta sagði alla sólarsöguna í myndbandi á TikTok.

„Við komum hingað fyrst fyrir fjórum árum síðan. Það er ótrúlega fyndin saga sem fylgir því. Við vorum þá nýbyrjuð að hittast og bæði rosalega meðvituð um að við vildum ekkert að það færi eitthvað endilega strax í fjölmiðla eða færi eitthvað áfram og væri eitthvað slúður í gangi […] við vildum ekki að fólk myndi vita af [þessu] strax. Við vissum ekkert hvernig þetta myndi þróast hjá okkur,“ segir hún.

„Við ákváðum að fara í svona „leyniferð.“ Við fórum saman upp á völl en síðan fór ég fyrst inn á flugvöllinn og hann kom á eftir mér, ég var að gera mitt og hann sitt og við sátum meira að segja í sitthvoru lagi í flugvélinni og létum eins og við þekktum ekki hvort annað. Það var mjög fyndið.“

Gummi vísaði í leyniferðina á Instagram um daginn og fékk spurningu í kjölfarið sem parið ákvað að svara í myndbandinu svo það sé alls enginn misskilningur.

„[Manneskjan] spurði: „Var það ekki því þú varst ennþá giftur?““

Lína tók fyrir það hlæjandi og sagði að þau væru vissulega ekki að auglýsa leyniferðina núna ef eitthvað vafasamt hefði átt sér stað.

Athafnakonan segir alla sólarsöguna hér að neðan.

@linabirgittaÞað eru ekki margir sem vita þetta 😅♬ original sound – Lina Birgitta

Leyniferðin þeirra gekk vel upp en það gekk ekki eins vel þegar þau fóru síðar til London. Gummi Kíró sagði frá því í Fókus, spjallþætti DV, fyrr í haust.

Sjá einnig: Voru ekki búin að opinbera sambandið þegar þau voru mynduð í verslun í London – „Þá áttaði ég mig á því, ókei, nú er þetta byrjað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner