fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ástralar skera upp herör gegn innflytjendum

Pressan
Mánudaginn 11. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld ætla að helminga þann fjölda innflytjenda sem þeir taka á móti á næstu tveimur árum. Ástæðan er sú að innviðir í landinu ráða illa við þann fjölda fólks sem flytur til landsins.

BBC greinir frá þessu.

Árið 2025 munu Ástralar aðeins taka á móti um 250 þúsund innflytjendum á hverju ári en hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda innflytjenda síðustu misseri. Fóru þeir yfir 500 þúsund á tímabilinu frá júní 2022 til júní 2023.

Á sama tíma munu yfirvöld herða mjög reglur um vegabréfsáritanir til stúdenta og fólks með litla menntun. Þá munu yfirvöld gera ríkari kröfur um enskukunnáttu þeirra sem vilja flytjast til landsins.

Clare O‘Neil, ráðherra innanríkismála í Ástralíu, kynnti þessa nýju stefnu á blaðamannafundi í morgun.

Í frétt BBC kemur fram að skortur sé á hæfu og vel menntuðum innflytjendum í Ástralíu og erfiðlega hafi gengið að lokka þá til landsins. Mun nýja stefnan gera þessu fólki auðveldara um vik að setjast að í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa