BBC greinir frá þessu.
Árið 2025 munu Ástralar aðeins taka á móti um 250 þúsund innflytjendum á hverju ári en hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda innflytjenda síðustu misseri. Fóru þeir yfir 500 þúsund á tímabilinu frá júní 2022 til júní 2023.
Á sama tíma munu yfirvöld herða mjög reglur um vegabréfsáritanir til stúdenta og fólks með litla menntun. Þá munu yfirvöld gera ríkari kröfur um enskukunnáttu þeirra sem vilja flytjast til landsins.
Clare O‘Neil, ráðherra innanríkismála í Ástralíu, kynnti þessa nýju stefnu á blaðamannafundi í morgun.
Í frétt BBC kemur fram að skortur sé á hæfu og vel menntuðum innflytjendum í Ástralíu og erfiðlega hafi gengið að lokka þá til landsins. Mun nýja stefnan gera þessu fólki auðveldara um vik að setjast að í landinu.