Nýlega deildi notandi TikTok ráði gegn kvíðakasti sem vakið hefur talsverða athygli.
„Læknirinn minn sagði mér að fá mér Warhead í hvert skipti sem mér finnst ég vera að fá kvíðakast,“ sagði notandinn en fyrir þá sem ekki vita er Warhead vinsælt sælgæti sem er einstaklega súrt á bragðið. Konan segist hafa gert þetta og viti menn – það virkaði!
USA Today bar þetta tiltekna ráð undir Catherine Del Toro sem býr yfir langri reynslu í geðheilsuráðgjöf og hún segir að þetta virki í raun og veru.
Catherine segir að mannsheilinn ráði í raun aðeins við eitt „neyðartilvik“ í einu. Heilinn beini þannig athyglinni að hinu mjög súra bragði í munninum og veiti yfirvofandi kvíðakasti minni athygli. Þetta geti gagnast fólki enda auðvelt að vera með súra sælgætismola í vasanum.
Vísindamenn sem USA Today bentu einnig á að einnig sé hægt að nota aðrar leiðir sem hafa svipuð áhrif. Sterkur matur, sælgæti til dæmis, geti dregið úr áhrifum yfirvofandi kvíðakasts og þá hafi það svipuð áhrif að draga andann djúpt, stunda jóga og jafnvel handleika ísmola.
@taylor.talking Oof #anxiety #mentalhealth #mentalhealthmatters ♬ original sound – TalkingTaylor