fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Svona eru litlu jólin á sjó – „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 14:30

Jón Ragnar Kristjánsson kokkur leggur lokahönd á veislu kvöldsins. Mynd: Heimasíða Samherja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst, eins og segir á vef Samherja. 

Þar má sjá myndir frá litlu jólunum sem Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt í gær.

„Við fórum út síðasta föstudag og erum á Reykjafjarðarðarálnum í blíðskaparveðri,“ segir Oddur Jóhann Brynjólfsson skipstjóri.

Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.
Mynd: Heimasíða Samherja

„Jón Ragnar Kristjánsson kokkur er mikill snillingur í matseld og hann náði sannarlega að gera kvöldstundina hátíðlega. Við erum þrettán í áhöfn og borðsalurinn var tvísetinn enda ekki gert hlé á veiðum. Venjulega tekur borðhald ekki mjög langan tíma en í gærkvöldi nutum við kræsinganna og leyfðum okkur njóta samverunnar. Svona hátíðarstund brýtur upp daginn og allir voru sælir og glaðir, enda allir réttirnir hjá Jóni Ragnari frábærir og fóru vel í maga. Hann fór gjörsamlega á kostum, við erum allir sammála um það. Áhafnir annarra skipa Samherja halda sömuleiðis sín litlu jól, sem er frábær og góður siður,“ segir Oddur Jóhann Brynjólfsson skipstjóri.

Sveinn Sveinsson, Lárus Guðmundsson, Jóhannes Árnason, Oddur Brynjólfsson, Reynir Valsson, Þorsteinn Haraldsson.
Mynd: Heimasíða Samherja
Vadim Gusev, Aðalbjörn Þórhallsson, Guðmundur Þórðarson, Kokkurinn Jón Kristjánsson, Trausti Sigurðsson, Óskar Sigurpalsson, Sigurjón Sigurðsson.
Mynd: Heimasíða Samherja
Mynd: Heimasíða Samherja
Mynd: Heimasíða Samherja
Mynd: Heimasíða Samherja
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“