fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Sonur Bandaríkjaforseta á yfir höfði sér 17 ára fangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. desember 2023 12:27

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, á yfir höfði sér allt að 17 ára fangelsi eftir að hafa verið ákærður fyrir umfangsmikil skattsvik.

Upphæðin sem um ræðir er talsverð en Hunter sagður hafa svikist undan því að greiða 1,4 milljónir dala undan skatti, eða tæplega 200 milljónir króna á núverandi gengi. Ná brotin yfir fjögurra ára tímabil; 2016, 2017, 2018 og 2019.

Hunter Biden er þekktur glaumgosi og er hann sagður hafa notað fjármunina til að fjármagna lúxuslíf sitt. Er hluti peninganna sagður hafa farið til kaupa á fíkniefnum, vændiskonur, lúxusbíla, föt og gistingu á flottum hótelum. „Allt nema skatta,“ eins og segir í umfjöllun New York Post.

Hann er sagður hafa eytt 27 þúsund Bandaríkjadölum, um 30 milljónum króna, í áskrift að klámsíðu. Þá fóru 10 þúsund dollarar, um ein og hálf milljón króna, í aðild að kynlífsklúbbi en aðildin var bókfærð sem aðild að golfklúbbi að því er fram kemur í frétt New York Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti stolna bílinn sinn fyrir mistök

Keypti stolna bílinn sinn fyrir mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn