Þessi niðurstaða fékkst með rannsókn á beinum sem fundust í Þýskalandi. Stungusár á einu rifi ljónsins benda til að vopn hafi farið í gegnum mikilvæg líffæri áður en það endaði í bringu dýrsins. Dýrið var drepið fyrir um 48.000 árum.
Fyrri rannsókn á þessari sömu beinagrind, sem er næstum alveg heil, leiddu í ljós skurði á nokkrum beinum og bendir það til að Neanderdalsmenn hafi drepið það. En fram að þessu hefur ekki verið ljóst hvort þeir hafi veitt ljónið eða einfaldlega fundið hræ þess.
Beinagrindin fannst í Siegsdorf, sem er í suðurhluta Þýskalands, 1985.