Það tekur venjulega um 90 mínútur að klifra upp hlíðina en það er kannski ferðarinnar virði því þeir sem koma í búðina fá ókeypis vatnsflösku að launum!
Búðin er sögð vera „einstök“ vegna staðsetningarinnar og þess að hún veitir fjallgöngufólki ákveðið athvarf á leiðinni upp klettavegginn.
Þegar kemur að því að fylla á hillur í versluninni þá notar starfsfólkið siglínur en aðeins einn starfsmaður getur verið inni í einu að sögn Sky News.