fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Listamannalaunin séu „skítalaun, undir lágmarkslaunum“ – Samt fái Gyrðir ekkert á meðan Samherji fær styrk

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úthlutun listamannalauna var tilkynnt í gær, en um er að ræða frétt sem gjarnan vekur mikið umtal. Margir hafa sterkar skoðanir á tilvist listamannalauna sem og á hvernig þeim er deilt á milli þeirra fjölmörgu hæfileikaríku og skapandi einstaklinga sem um launin sækja.

Að þessu sinni hefur það vakið töluverða reiði að skáldið og listamaðurinn Gyrðir Elíasson hafi verið sniðgenginn. Hann hafi á þessu ári gefið út tvær ljóðabækur sem séu tvímælalaust stórkostleg. Hann sé landi og þjóð til sóma og stefni með þessu áframhaldi rakleiðis í nóbelsverðlaunahópinn eftirsótta.

Gunnar Smári Egilsson, hjá Sósíalistaflokknum skrifar í hóp flokks síns að það sé skömm af því að listamenn eins og Gyrðir Elíasson fái ekkert á meðan umdeild fyrirtæki á borð við Samherja fá nánast meira en allir listamenn samanlagt í styrki frá hinu opinbera.

„Í ár eru listamannalaun 507.500 kr. á mánuði sem verktakagreiðslur. Ef þetta er sett í reiknivél BHM um útselda vinnu jafngildir það launum upp á 355.466 kr. Listamannalaun eru því skítalaun, undir lágmarkslaunum. Og þeim fylgja engin réttindi, ekki einu sinni uppsagnarfrestur eins og Gyrðir Elíasson fékk að finna fyrir.“

Gunnar Smári segir að það sé gott einkenni um þá tíma sem við nú upplifum að Gyrðir Elíasson fær ekki lengur styrk til að sinna listsköpun sinni á meðan útgerðarfyrirtækið Samherji fær styrk úr Orkusjóði og fjölmiðlasjóði „samanlagt álíka og nemur öllum starfslaunum myndlistarmanna“.

Þetta – segir Gunnar Smári – sé merki um alræði auðvaldsins, og þetta muni steypa þjóðinni í glötun.

„Samt trúa margir, þar með talið allir þingmenn, að auðvaldið sé hið sanna sigurverk samfélagsins, að lífið væri einskis virði ef við fengjum ekki að þjóna því.“

Rithöfundurinn Einar Kárason tjáði sig líka um málið á Facebook í gær, en þar sagði hann breytingar sem gerðar voru á umsóknar- og úthlutunarferli listamannalauna fyrir nokkrum árum síðar, hafi verið vanhugsuð. Nú sé það Rannís sem sér um úthlutun, en virðist nálgast verkið út frá sömu viðmiðum og rannsóknarverkefni á sviði vísinda. Umsóknarkerfið sé flókið og þar sé að finna margar gildrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“