The Guardian skýrir frá þessu og segir að uppskeran á árinu sé 244.1 milljónir hektólítra eða sjö prósentum minni en á síðasta ári.
Í yfirlýsingu frá OIV segir að enn einu sinni hafi öfgafullt veðurfar á borð við snemmbúið frost, mikla rigningu og þurrka haft mikil áhrif á uppskeru á vínbúgörðum um allan heim.
Á suðurhvelinu var mikill samdráttur í framleiðslu og má nefna að í Ástralíu, Argentínu, Chile, Suður-Afríku og Brasilíu dróst framleiðslan saman um 10 til 30%.
Ítalía datt af toppnum sem mesta vínframleiðsluland heims en þar dróst framleiðslan saman um 12%. Frakkland tók toppsætið að þessu sinni.
Spánn hélt þriðja sætinu þrátt fyrir að framleiðslan hafi minnkað um 14% og 19% ef miðað er við meðaltal síðustu fimm ára.
OIV segir að uppskerubresturinn þetta árið geti orðið til þess að jafnvægi komist á markaðinn því miklar birgðir séu víða til.