fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

4.000 ára gamalt grafhýsi í Noregi veitir mikilvægar upplýsingar

Pressan
Laugardaginn 9. desember 2023 22:30

Frá uppgreftrinum. Mynd:Háskólinn í Bergen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskir fornleifafræðingar fundu nýlega grafhýsi frá nýsteinöld. Grafhýsið er um 4.000 ára gamalt og í því eru líkamsleifar að minnsta kosti fimm manns. Grafhýsið getur veitt mikilvægar upplýsingar um fyrstu bændurna sem settust að á svæðinu.

Fornleifafræðingar frá háskólanum í Bergen hafa verið við uppgröft í Sejle í suðvesturhluta Noregs síðan í apríl. Uppgröfturinn fer fram á svæði þar sem á að reisa nýtt hótel.

Fram að þessu hafa þeir fundið mannvistarleifar og hrúgur af dýrabeinum auk verkfæra, þar á meðal sigði. En það sem þykir athyglisverðast er fyrrnefnt grafhýsi.

Aldursgreining á grafhýsinu sýnir að það er frá því 2140 til 2000 fyrir Krist, eða í lok nýsteinaldar. Það er 3×1,5 metrar og tæplega 1 metra hátt. Í því eru tvö rými sem bera þess merki að þar hafi fólk verið jarðsett, þar á meðal leifar af eldri karlmanni, 2 ára barni og ungri konu. Önnur bein benda til að að minnsta kosti tveir til viðbótar hafi verið jarðsettir í grafhýsinu.

Mannkynið byrjaði að stunda landbúnað fyrir um 12.000 árum í Miðausturlöndum en tæknin barst ekki hratt til Noregs og þar hélt fólk áfram að lifa á veiðum og fiskveiðum.

Tvö helstu viðfangsefni norskra fornleifafræðinga  eru að rannsaka hvernig landbúnaður náði fótfestu í landinu og hverjir voru fyrstu bændurnir.

Aldur grafhýsisins og sú staðreynd að þar var sigði hjá mannvistarleifunum, þykir sterk sönnun þess að sumir af fyrstu bændunum í Noregi hafi sest að í Selje.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa