Fornleifafræðingar frá háskólanum í Bergen hafa verið við uppgröft í Sejle í suðvesturhluta Noregs síðan í apríl. Uppgröfturinn fer fram á svæði þar sem á að reisa nýtt hótel.
Fram að þessu hafa þeir fundið mannvistarleifar og hrúgur af dýrabeinum auk verkfæra, þar á meðal sigði. En það sem þykir athyglisverðast er fyrrnefnt grafhýsi.
Aldursgreining á grafhýsinu sýnir að það er frá því 2140 til 2000 fyrir Krist, eða í lok nýsteinaldar. Það er 3×1,5 metrar og tæplega 1 metra hátt. Í því eru tvö rými sem bera þess merki að þar hafi fólk verið jarðsett, þar á meðal leifar af eldri karlmanni, 2 ára barni og ungri konu. Önnur bein benda til að að minnsta kosti tveir til viðbótar hafi verið jarðsettir í grafhýsinu.
Mannkynið byrjaði að stunda landbúnað fyrir um 12.000 árum í Miðausturlöndum en tæknin barst ekki hratt til Noregs og þar hélt fólk áfram að lifa á veiðum og fiskveiðum.
Tvö helstu viðfangsefni norskra fornleifafræðinga eru að rannsaka hvernig landbúnaður náði fótfestu í landinu og hverjir voru fyrstu bændurnir.
Aldur grafhýsisins og sú staðreynd að þar var sigði hjá mannvistarleifunum, þykir sterk sönnun þess að sumir af fyrstu bændunum í Noregi hafi sest að í Selje.