Það voru brasilískir vísindamenn sem tilkynntu um nýju tegundina en þeir uppgötvuðu hana þegar þeir voru að rannsaka fótspor sem fundust á níunda áratug síðustu aldar.
Þá fann ítalski presturinn og fornleifafræðingurinn Giuseppe Leonardi risaeðlufótspor í bænum Araraquara í Sao Paula í Brasilíu. Hann gaf brasilíska vísindasafninu fótsporin, sem eru steingerð, árið 1984.
Brasilísku vísindamennirnir segja að út frá því hversu langt bil var á milli fótsporanna sé hægt að draga þá ályktun að þetta hafi verið mjög hraðskreið risaeðla. Þessi tegund var uppi á Krítartímanum fyrir 100 til 145 milljónum ára síðan.