fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Margir látnir eftir skyndilegt eldgos – Gengu á fjallið þrátt fyrir yfirvofandi hættu

Pressan
Mánudaginn 4. desember 2023 07:46

Myndin sýnir eldsumbrot sem áttu sér stað í Merapifjalli árið 2021. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík ellefu fjallgöngumanna eru fundin og tólf til viðbótar er saknað eftir að eldgos braust út í Merapifjalli á eyjunni Jövu í Indónesíu um helgina.

Merapifjall er eitt virkasta eldfjall Indónesíu og hefur það verið á hættustigi frá árinu 2011 vegna mikillar virkni. Af þeim sökum hefur göngufólki verið meinað að ganga upp á topp fjallsins, að því er fram kemur í frétt AP.

Hendra Gunawan, yfirmaður hjá stofnun í Indónesíu sem svipar til almannavarna, segir við AP að göngumenn hafi í gegnum tíðina virt þessar reglur að vettugi og afleiðingarnar nú séu skelfilegar.

Um 75 göngumenn lögðu af stað á fjallið á laugardag en það er þrjú þúsund metra hátt. Átta voru fluttir á sjúkrahús í gær, ýmist með brunasár eða beinbrot. Á myndum á samfélagsmiðlum mátti sjá öskuský teygja sig hátt til himins og þá voru smáþorp í nágrenni fjallsins þakin ösku.

Eldgos hafa verið tíð í Merapifjalli á undanförnum árum en það gaus til dæmis árin 2021, 2018, 2010 og 2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa