fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Bergþór ekki sáttur við Guðlaug Þór – „Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans“

Eyjan
Mánudaginn 4. desember 2023 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, vandar Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Bergþór tekur fram í byrjun greinar sinnar að hann sé ekki staddur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí enda þarfari hlutir að vakta hér innanlands í þágu lands og þjóðar.

„Til dæmis frumvarp umhverfisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um innleiðingu Fitfor55-vitleysunnar, eða eins og hann endurorðar það, „Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir“.“

Bergþór segir að Guðlaugur Þór hafi ákveðið að reyna að koma aftan að þinginu með frumvarpi sínu sem varðar gríðarlega hagsmuni í flutningastarfsemi á Íslandi, bæði í flugi og siglingum.

„Ráðherrann ákvað sem sagt að henda málinu inn með afbrigðum, þegar aðeins 11 dagar eru eftir af þingstörfum fram að jólahléi, með kröfu um afgreiðslu áður en jólin ganga í garð.“

Bergþór segir að þetta þýði að Guðlaugur Þór vilji komast hjá allri umræðu um málið.

„Hann vill þrengja svo að umsagnaraðilum að þeir varla hafa tíma til að lesa um málið áður en þeim er ætlað að hafa skilað um það umsögn sem vit er í. Vitandi hvað þetta er í raun slæmt mál eltir hann Vinstri græna og þeirra loftslagsfasisma og skattagleði í blindni án þess að gæta að afleiðingunum,“ segir Bergþór og heldur áfram:

„Þetta er glapræði af hálfu ráðherrans enda er í þessum doðranti sem hann kallar frumvarp að finna sum af flóknustu málum sem á fjörur Íslands hefur rekið síðan EES-samningurinn var lögfestur,“ segir hann og nefnir til dæmis loftslagsskatt á flugstarfsemi, loftslagsskatt á skipasiglingar og tólf aðrar gerðir í leiðinni. Sumar séu nýjar en aðrar uppfærðar.

„Meginskylda hverrar ríkisstjórnar er að vernda hag lands og þjóðar. Nú um stundir sitjum við hins vegar uppi með ríkisstjórn sem virðist ófær um einmitt það. Hún er ófær um flest og situr með bæði hendur og fætur bundna í hnút ósættis og ráðaleysis – allt í þágu stöðugleika. Á meðan geisar verðbólgan, vextir hækka, orkumálin eru í ólestri og þá skal ekki gleyma útlendingamálunum.“

Bergþór segir að ráðherrunum sé meira umhugað um að „hossa sér“ með kollegum sínum í „sýndarveruleikanum“ í Dúbaí þar sem rætt er um síðasta tækifærið til að bjarga heiminum. Þar renni málamyndayfirlýsingar og sýndarsamráð frá ráðherrunum sem ekki nái árangri þar frekar en annars staðar.

„Mikið yrði það íslenskri þjóð til bóta ef þetta ágæta fólk tæki sig til og sinnti grunnhlutverki sínu. En líklega þarf grundvallarbreytingar til að þjóðin fari að sjá einhvern standa gegn því sem helst bítur og tryggi að tækifæri séu til staðar fyrir fjölskyldur að byggja gott líf fyrir sig og sína. En umhverfisráðherrann getur byrjað á því að taka tímapressuna af málinu, gefa þingmönnum og umsagnaraðilum ráðrúm til að kryfja það til hlítar og finna á því lausn sem gagnast íslenskri þjóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi