fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sjötug kona fæddi tvíbura en barnsfaðirinn lét sig hverfa

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona í Afríkuríkinu Úganda varð í gær elsta kona álfunnar til að eignast barn. Konan, Safina Namukwaya, fæddi tvíbura, pilt og stúlku, í gærmorgun á Kvennasjúkrahúsinu í Kampala, höfuðborg landsins.

Móður og börnum heilsast vel eftir fæðinguna en tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði. Safina eignaðist stúlku árið 2020, 67 ára að aldri.

Safina naut aðstoðar lækna til að verða ólétt og þá var fylgst vel með henni á meðgöngunni.

Hún upplifði ítrekað fósturmissi þegar hún var yngri og segist hafa orðið fyrir fordómum vegna þess að hún átti engin börn. „Ég ákvað að láta þetta í hendur Guðs og hann hefur svarað bænum mínum,“ sagði Safina um barnalán sitt síðustu ár.

Síðustu mánuðir hafa ekki verið neinn dans á rósum hjá Safinu því hún segir að barnsfaðir hennar hafi verið fljótur að láta sig hverfa þegar hann komst að því að þau ættu von á tvíburum.

„Karlar virðast ekkert allt of hrifnir af því að heyra að maður gangi með fleiri en eitt barn,“ segir hún. „Hann lét ekki einu sinni sjá sig eftir að ég lagðist inn á spítala.“

Það er sjaldgæft að konur eignist börn svona seint á ævinni en þó ekki einsdæmi eins og bent er á í umfjöllun Mail Online.

Árið 2019 eignaðist Erramatti Mangayamma frá Indlandi tvíbura með aðstoð tæknifrjóvgunar. Þá var Erramatti 74 ára en við hlið hennar var eiginmaður hennar til 57 ára, Sitarama Rajarao.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa