fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

„Hryllingsnótt“ – Sat með rauðvínsglas þegar hryllingurinn hófst

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 08:00

Hún var að dreypa á rauðvíni þegar hryllingurinn hófst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöld eitt í júní síðastliðnum lét 35 ára kona, sem býr í Aberdeen í Skotlandi, útidyrnar standa ólæstar því fjölskyldumeðlimur hafði brugðið sér af bæ þetta kvöld. Konan hafði fengið sér rauðvínsglas og komið sér vel fyrir.

Þá gekk Kyle Allan, 35 ára, inn um ólæstar dyrnar og við tók hryllingsnótt fyrir konuna. Hann hafði verið í grillveislu hjá vinum sínum og hafði drukkið mikið áfengi.

Allan gekk að konunni og greip um háls hennar. Hún barðist á móti, greip um andlit hans og skegg og reyndi að sparka í klof hans en Allan lét það ekki hafa áhrif á sig og hélt fast um háls hennar þar til hún missti meðvitund.

Sky news segir að Allan hafi síðan barið konuna í höfuðið og líkamann og afklætt hana. Því næst kastaði hann henni á gólfið og nauðgaði henni.

Konan reyndi að flýja út úr húsinu en Allan náði henni og hélt henni fastri. Hann yfirgaf síðan húsið með buxurnar á hælunum.

Fyrir dómi kom fram að hann hefði hótað að drepa konuna og fjölskyldu hennar ef hún hringdi í lögregluna. Konan hringdi í ættingja og vin en bað þá um að láta lögregluna ekki vita því hún hræddist að Allan myndi snúa aftur. En vinur hennar sagði eiginmanni hennar að hringja í neyðarlínuna.

Lögreglan hóf strax rannsókn og var Allan handtekinn daginn eftir.

Allan játaði sök fyrir dómi og var dæmdur í 8 ára fangelsi. Nafn hans mun einnig verða á skrá yfir kynferðisbrotamenn það sem hann á eftir ólifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa