fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kjötétandi sveppur breiðist út

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 04:30

Sveppasýkingar geta verið mjög slæmar og slæmt ef ekki er hægt að nota sýklalyf gegn þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coccidioides immitis, sem hefur fengið viðurnefnið Cocci í Bandaríkjunum, er sveppur sem getur étið sig inn í lungnavefinn og valdið alvarlegum veikindum. Einkenni smits minna á lungnabólgu eða inflúensu. Smit af völdum sveppsins kallast Valley-hiti.

Þessi sveppur hefur lengi verið þekktur í suðvesturhluta Bandaríkjanna en nú fer smitum fjölgandi og og tilfelli hafa greinst upp með vesturströndinni.

The Washington Post segir að á síðustu tveimur áratugum hafi tilfellum Valley-hita fjórfaldast og bara í Kaliforníu hefur aukningin numið 800% að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Washington Post þá telja vísindamenn og sérfræðingar að ástæðuna fyrir aukningu smita megi rekja til loftslagsbreytinganna. Ástæðan er að gró sveppsins þrífast í þurri jörð og berast með rykskýjum. Þar koma miklir þurrkar í Kaliforníu til sögunnar því þeir bera gróin með sér.

Vísindamenn telja að stórir hlutar af vestanverðum Bandaríkjunum geti orðið fyrir barðinu á sveppnum í framtíðinni.

Heilbrigðisyfirvöld telja að um 500.000 manns smitist af honum árlega en aðeins 20.000 séu tilkynnt en reiknað er með að þessi tala muni hækka í framtíðinni.

Flest smitin eru í Kaliforníu og Arizona.

Til að smitast verður fólk að anda sveppnum að sér, þá setjast gró á lungnavefinn. Gróin geta síðan dreift fleiri gróum og jafnvel borist til fleiri staða í líkamanum, húðarinnar, beina liða eða líffæra. Það er í þessum tilfellum sem smitið verður stórt vandamál því þetta getur leitt til krónískra sjúkdóma.

Í umfjöllun The Washington Post kemur fram að í mörgum tilfellum hafa veikindi fólks verið svo alvarleg að það sé lamað á eftir. Flestir sjúklinganna fá sveppadrepandi lyf og jafna sig á nokkrum vikum.

TV2 segir að þessa sveppategund sé ekki að finna í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa