fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Fókus
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 14:50

Ashlee Simpson sló í gegn með lagið Pieces of Me árið 2004.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Ashlee Simpson naut mikilla vinsælda fyrsta áratug eftir aldamót. Hún skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hún gaf út lagið „Pieces of Me“ en var fyrir það ágætlega þekkt sem systir söng- og leikkonunnar Jessicu Simpson.

Seinna sama ár gaf hún út fyrstu plötuna sína og kom einnig fram í raunveruleikaþáttum systur sinnar og þáverandi eiginmanns hennar, Newlyweds: Nick and Jessica.

Ashlee gaf út tvær plötur til viðbótar, I Am Me í október 2005 og Bittersweet World í apríl 2008. Seinni platan náði ekki sama árangri og fyrri og eftir það dró Ashlee sig úr sviðsljósinu og lét lítið fyrir sér fara í áratug. Hún sneri til baka árið 2018 og gerði samning við sjónvarpsstöðina E! Hún og eiginmaður hennar, Evan Ross, voru stjörnur eigin raunveruleikaþátta, Ashlee + Evan, en það komu aðeins út sex þættir.

Mynd/Getty

Hjónin eiga saman tvö börn, fyrir á Ashlee son með fyrrverandi eiginmanni sínum, söngvaranum Pete Wentz.

Undanfarin ár hefur orðið ótrúleg breyting á söngkonunni eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner