fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Enn taldar líkur á eldgosi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 11:43

Myndin sýnir vegaskemmdir í Grindavík eftir jarðskjálfta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ennþá eru taldar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga en líklegasti staðurinn núna er svæði austan við Sýlingarfell. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Skjálftavirkni hefur farið minnkandi undanfarna tvo sólarhringa og í gær mældust 340 skjálftar nærri kvikuganginum. Frá miðnætti í dag hafa mælst um 150 skjálftar. Eru flestir skjálftarnir mjög smáir eða um 1,0 að stærð.

Dregið hefur úr hraða landriss við Svartsengi en hraðinn er þó enn allt að 1 cm á sólarhring. Í tilkynningunni segir:

„Aflögunargögn og niðurstöður líkanreikninga benda til að megnið af aflöguninni komi til vegna innflæðis undir Svartsengi frekar en innflæðis í kvikuganginn. Með öðrum orðum, þenslan við Svartsengi yfirgnæfir nú merkin við kvikuganginn en hægt dregur þó úr öllum færslum. Innflæði í kvikuganginn einskorðast við svæðið austan við Sýlingarfell. Þótt áfram dragi úr aflögun og skjálftavirkni, eru ennþá taldar líkur á eldgosi og ef til þess kemur er líklegasti staðurinn austan Sýlingarfells.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast