fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Mæðra Tips nötraði eftir að kona kvartaði undan andvirði trúlofunarhrings – „Ég finn til með þessum vesalings manni“

Fókus
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 10:29

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mætti segja að vinsæli Facebook-hópurinn Mæðra Tips hafi nötrað í gær þegar kona lýsti yfir óánægju sinni á andvirði trúlofunarhrings sem hún fékk um helgina þegar kærastinn bað hennar.

Um 350 athugasemdir hafa verið ritaðar við færsluna og velta sumar fyrir sér hvort um grín sé að ræða, svo fáránlegt finnst þeim erindi konunnar.

„Kærastinn minn var að kasta sér á skeljarnar núna um helgina sem er eitthvað sem ég hef beðið eftir alla mína ævi. Áður en ég held áfram þá ætla ég bara að segja að ég er mjög raunsæ manneskja. Ég veit að hann er ekki að fara kaupa 20 milljón króna hring fyrir mig. En hann gaf mér hring sem er ógeðslega fallegur með glærum stein og ég var í sæluvímu alla helgina,“ segir hún.

„En svo tékkaði ég í Jens í gær til að kanna hvað hringurinn kostar og þá kemur í ljós að þetta er 25 þúsund króna hringur og ég er búin að vera í kvíðakasti síðan ég komst að því. Ég er ekki búin að þora tala við hann um þetta en metur hann sambandið okkar virkilega bara á 25 þúsund krónur?“

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Konan kaus að koma fram í skjóli nafnleyndar, sem kannski var eins gott því meðlimir hópsins deildu ekki beint áhyggjum hennar. Þvert á móti skildu þeir ekkert í þeim.

„Ég get ekki hjálpað þér en langar að segja þér að ég skil hvers vegna þú setur inn nafnlaust,“ sagði ein.

„Af hverju skiptir það máli hvað hann kostar ef hann er fallegur?“ sagði önnur.

Hér að neðan má sjá fleiri athugasemdir, en þetta er aðeins brot af því sem mæðurnar höfðu að segja.

„Ummmm…. af hverju ætti kostnaður hrings að skipta máli? Metur þú manninn ekki þannig að hann skipti meira máli en hvað hringurinn kostar?“

„Uuuu ertu að grínast!? Ættir bara að smá að skammast þín,“ sagði ein og 119 tóku undir.

„Raunsæ manneskja veltir sér ekki upp úr verði veraldlegra eigna. Til hamingju með trúlofunina.“

„Ég finn til með þessum vesalings manni.“

„Æji góða, vanþakklætið í hámarki bara.“

„Nei hættu nú! Maðurinn minn keypti hring á netinu á 1500 kr.. það hefur ekkert með ást hans til mín að gera.. bara fallegur hringur…“

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

„Veit ekki hvort ég er meira hissa á vanþakklætinu og FREKJUNNI eða einfaldlega að þú hafir farið og athugað hvað hann kostar.“

„Held að minn hafi kostað um sjö þúsund, hvað ætli mínum manni finnist um mig.“

„Elsku þú, ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta ansi furðulegt en í staðin fyrir að dæma þig þá langar mig að spyrja hvort þú hafir skoðað innra með þér hvers vegna þú upplifir verð hringsins sem einhverskonar staðfestingu á hversu mikið hann metur sambandið?“

„Hann valdi hringinn pottþétt út frá því að hann væri fallegur, klassískur og færi þér vel – og pældi örugglega ekkert í verðmiðanum. Hugsaðu bara að núna er til meiri peningur í lífið ykkar saman og þú þarft ekki að vera í kvíðakasti að týna mörghundruð þúsund króna hring.“

„Ekki tala við hann um þetta. Mér þykir líklegt að þú sért ung og átt því nóg af árum eftir til að læra aðeins hvað skiptir máli og hvað ekki þegar uppi er staðið. Nú eru mjög margir búnir að segja erfiða hluti við þig og ég mæli því með því að þu talir við einhvern sem þú treystir um þetta. Einhvern sem getur gefið þér gott pepp og knús til að halda áfram að læra, lifa og elska.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner