Í heimildarmyndinni „Serving the Royals: Inside the Firm“ á Amazon Prime skýrir Paul Burrell, fyrrum bryti Karls, frá einu og öðru tengdu venjum konungsins. Segir hann að konungurinn láti gera „allt fyrir sig“.
Hann segir að Karl vilji láta strauja skóreimarnar sínar alveg flatar með straujárni.
„Náttfötin hans eru pressuð á hverjum morgni, skóreimarnar hans eru pressaðar alveg flatar með straujárni, tappinn í baðkarinu verður að vera í ákveðinni stöðu og vatnshitinn verður að vera alveg passlegur,“ segir hann.
Hann segir einnig að Karl láti þjóna sína kreista nákvæman skammt af tannkremi á tannburstann sinn á hverjum morgni. The Express skýrir frá þessu.