fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Ármann segir nánast engar líkur á eldgosi í Grindavík

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. nóvember 2023 07:00

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sáralitlar líkur á að eldgos hefjist í Grindavík að mati Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann telja að eiginlega engar líkur séu á að það gjósi í Grindavík en það geti gosið í Hagafelli.

Hann sagði að jarðskorpan sé nú að róast eftir þá miklu gliðnun sem varð fyrir tveimur vikum og héðan í frá ættu menn ekki að hafa miklar áhyggjur af hugsanlegri eldvirkni í Grindavík. Einhverjir skjálftar geti orðið á svæðinu.

Þar sem Grindavík er í jaðri eldstöðvakerfisins er ólíklegt að til goss komi þar að sögn Ármanns sem sagði að hættulegasti staðurinn sé nálægt bænum Hagafelli. Þar hafi flest gos komið upp. ” Ef eitthvað gerist þá gerist það í Hagafelli,“ sagði hann.

Ef gos hefst þar munu Grindvíkingar sennilega hafa klukkutíma eða einhverja daga áður en hraun rennur að bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hraðbankaþjófur úrskurðaður í síbrotagæslu

Hraðbankaþjófur úrskurðaður í síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning