fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Heimtir úr helju: Rætt við 12 skipbrotsmenn um sjóslys og ýmsar afleiðingar þeirra

Fókus
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Jónsdóttir blaðamaður skrifaði bókina HEIMTIR ÚR HELJU. RÆTT VIÐ 12 SKIPBROTSMENN sem kom út í vetur.

Hún tók viðtöl við 12 sjómenn sem voru skipverjar á bátum eða skipum sem fórust. Í sumum tilfellum voru mennirnir í sjónum í nokkra klukkutíma jafnvel innan um fljótandi gáma og í öðrum tilfellum komust þeir um borð í björgunarbáta og voru þar jafnvel í marga klukkutíma áður en hjálp barst. Í einu tilfellinu lágu látnir skipsfélagar í botni bátsins. Mennirnir segja frá sjóslysunum og því sem tók við en andlega áfallið varð þess valdandi til dæmis að einn vildi síðar klára það sem sjónum tókst ekki að klára, svo má nefna þunglyndi, örorku í um 20 ár, geðhvarfasýki og neyslu.

Hér er brot úr viðtali við Jón Snæbjörnsson sem var á Suðurlandinu:

Og svo sökk skipið.

„Það var ekkert tignarlegt við það get ég sagt þér. Þetta var eitthvað sem mann langaði ekki til að horfa á en samt sá maður eitthvað. Suðurlandið var komið á hvolf. Það var ennþá svartamyrkur en neyðarlýsingin var ennþá á skipinu þannig að hún lýsti dálítið ofan í sjóinn. Við heyrðum ekki mikið, það var dautt á vélinni, og það var svo mikill vindur en hægt og bítandi fór skipið að síga niður að aftan þannig að skrúfan fór fyrst niður og svo var það eiginlega orðið lóðrétt; var með stefnið upp úr þegar það hvarf sjónum okkar.“

Þögn.

„Þá var ekkert eftir. Bara myrkur. En á einhverjum tímapunkti þegar skipið var sokkið þá sáum við bara þetta ljós í fjarska. Hvítt. Flöktandi. Við gerðum okkur enga grein fyrir hvað þetta ljós var að gera úti á reginhafi og svo hvarf það sjónum okkar.“

Sjö menn reyndu að standa í hriplekum björgunabátnum. Látinn félagi þeirra lá í botni hans.

„Við reyndum að ausa en það gerðist ekki neitt en botninn hafði rifnað þegar báturinn var að nuddast utan í skipið þegar hann var að blásast upp eða þegar við vorum að sjósetja hann.“

Í 11 klukkustundir reyndu mennirnir að standa í bátnum og sumir gátu setið á belgnum við mannopið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki