fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Kringlan tilnefnd til virtra breskra verðlauna

Eyjan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 16:01

Kúmen á þriðju hæð Kringlunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslanamiðstöðin Kringlan hefur hlotið tilnefningu til hinna virtu Revo verðlauna í Bretlandi fyrir vel heppnaðar framkvæmdir. Tilnefning Kringlunnar lýtur að breytingum á þriðju hæð þar sem nú er starfrækt vinsæl mathöll, Kúmen, sem og glæsilegur lúxusbíósalur sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar.

Tilgangur með Revo verðlaunum að vekja athygli á bestu og árangursríkustu  breytingum fasteigna, breytingum sem miða af því að uppfylla betur þarfir viðskiptavina og styrkja svæði enn frekar sem vinsælan viðkomustað. Sigurvegarinn verður kynntur þann 6. desember við hátíðlega athöfn í London.

Tilnefning til verðlauna Revo er mikill heiður. Það var mjög djörf hugmynd að byggja lúxussal upp úr þaki Kringlunnar en sú áskorun arkitekta og verkfræðinga gekk fullkomlega upp. Sömu sögu er að segja um Kúmen, breytingar þar eru gríðarlega vel heppnaðar og ánægja viðskiptavina ótvíræð. Við þökkum fyrir það traust sem okkur hjá THG var sýnt við hönnun og framkvæmd eins stærsta og krefjandi verkefnis sem Kringlan hefur ráðist í,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Við erum mjög stolt af þessari miklu viðurkenningu í umhverfi mikillar samkeppni. Viðskiptavinir kunna vel að meta þessar breytingar og Kúmen er þegar orðinn mjög vinsæll áfangastaður Kringlu– og bíógesta,“ segir Inga Rut enn fremur.

Við endurbætur hæðarinnar hefur Kringlan notið ráðgjafar breska félagsins M Worldwide, sem sérhæfir sig í lífstílstengdum verkefnum og THG Arkitekta. Paolo Gianfrancesco frá THG leiddi verkefnið sem stóð yfir í tæp tvö ár.

Ásberg lúxussalurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja