fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Kýr á flótta varð manni að bana

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 21:30

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. nóvember á síðasta ári var Huw Evans, 75 ára, að ganga yfir götu í miðbæ Whitland í Carmarthenshire á Englandi. Skyndilega stóð „mjög pirruð“ kýr fyrir framan hann og réðst á hann.

Evans hlaut alvarleg meiðsli við atlöguna og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Cardiff en lést sex dögum síðar af völdum áverka sinna.

Sky News skýrir frá þessu og segir að kýrin hafi sloppið þegar verið var að reka hana úr gripaflutningavagni inn á akur.

Málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra í síðustu viku. Þar kom fram að kýrin hafi hlaupið niður aðalgötu bæjarins inn í miðbæinn og ráðist á Evans. Tilraunir nærstaddra til að halda aftur af kúnni báru ekki árangur.

Því næst fór kýrin að járnbrautarteinum í nágrenninu. Varð að stöðva lestarsamgöngur vegna þess. Kýrin var að lokum felld á akri einum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn