fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Stór hluti Grindavíkur rafmagnslaus

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dreifikerfi HS Veitna í Grindavík eru víða löskuð vegna stöðugra jarðskjálfta, jarðsigs og jarðgliðnunar og hefur ekki verið hægt að bilanagreina á vettvangi eða fara í stærri viðgerðir sökum aðstæðna. Fyrr í kvöld fór rafmagn af á stórum hluta Grindavíkur og fór starfsfólk HS Veitna strax í að greina stöðuna. Í samráði við Almannavarnir hefur verið ákveðið að senda vinnuflokka til Grindavíkur í birtingu að morgni fimmtudags 16. nóvember, nema aðstæður hamli því. Óvíst er hvort og hvenær rafmagn kemst aftur á.

Tilkynning með sms skilaboðum hefur verið send á þá notendur sem vitað er að rafmagnsleysið nái til.

Rafmagnslaust er á þeim stöðum sem eru rauðmerktir á meðfylgjandi kortum, eftir því sem best er vitað. Líklegt er að rafmagnsleysi sé víðar í kerfinu vegna bilana í götuskápum og lágspennustrengjum sem liggja í húsagötum. Sérstaklega er varað við hættu sem skapast vegna laskaðra raforkumannvirkja og strengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli