fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Veitingastöðunum Smass og Stél lokað – Keðja á þremur stöðum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 14:30

Smass gerði út á smassaða hamborgara. Mynd/Tripadvisor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarakeðjunni Smass og kjúklingastaðnum Stél var lokað fyrir skemmstu. Um fimmtán starfsmenn störfuðu hjá veitingastöðunum sem voru á þremur stöðum undir lokin.

Guðmundur Óskar Pálsson framkvæmdastjóri staðfestir þetta.

Staðirnir voru á Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur og Fitjum í Reykjanesbæ en einnig var Smass í Háholti í Mosfellsbæ. Staðirnir hafa nú verið seldir og veitingastaðirnir lagðir niður. Hamborgarastaðurinn 2Guys mun í staðinn opna á Ægissíðunni og Just Wingin It í Reykjanesbæ.

Eins og nafnið gefur til kynna gerðu Smass út á svokallaða smassborgara, það er hamborgara sem smassaðir eru og flattir út á pönnu til að hámarka brúnun á kjötinu. Stél sérhæfði sig í djúpsteiktum kjúklingi það er svokölluðum „hot chicken“ frá Nasville í Bandaríkjunum. Einnig kjúklingalokum, kjúklingalundum og vængjum.

Fyrsti Smass staðurinn opnaði í Vesturbænum í lok árs 2020. Um tíma var einnig opnaður staður á Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur. Stél opnaði sinn fyrsta stað árið 2021.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í lok árs 2021 sögðust forsvarsmenn Smass og Stél vera bjartsýnir á að opna fleiri veitingastaði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Samlífi staðanna virkaði vel, svo sem með því að samnýta starfsfólk og húsnæði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast