fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Vilhjálmur rifjar upp orð Ara Trausta árið 2013 og spyr hvort menn hafi sofið á verðinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur árið 2013 eða fyrir 10 árum síðan og því spurning hvort menn hafi sofið á verðinum við að verja þjóðhagslega mikilvæga innviði, því það sem hann sagði fyrir 10 árum er að raungerast núna!“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, á Facebook-síðu sinni.

Hann deilir grein sem birtist á forsíðu Víkurfrétta í byrjun febrúar 2013 en þar var rætt við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing. Ari hafði haldið erindi um jarðvá á Reykjanesi og benti hann á að á Reykjanesskaganum væru fjögur eldstöðvakerfi og gliðnunar- og eldgosahrinur væru í þeim með 500 til 1000 ára millibili. Síðast hafi gosið á Reykjanesskaganum á þrettándu öld þannig að bráðum færi að nálgast sá tími sem búast mætti við einhverju.

Í umfjöllun Víkurfrétta þar sem vísað var í ummæli Ara sagði orðrétt:

„Það verður ekki hjá því komist að það gjósi á svæðinu og hentugasta staðsetningin fyrir gos er á því svæði þar sem nú er spenna. Hins vegar er líka goshætta við Grindavík og þar geta hraun runnið yfir byggð. Á sama hátt geta hraun ógnað orkuverinu í Svartsengi og eldsumbrot geta einnig ógnað Reykjanesvirkjun. Í ljósi sögunnar er það einnig staðreynd að gos á þessu svæði verða í hrinum sem geta staðið með hléum í jafnvel 30 ár.“

Í umfjölluninni kom fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefði látið hefja vinnu við viðbragðsáætlun um rýmingu byggðar á Reykjanesi og hvernig brugðist verði við því ef raflínur rofna eða vatnslagnir því öll Suðurnes séu háð heitu vatni úr Svartsengi.

Eins og greint var frá í gærkvöldi er það fyrst núna sem ráðast á í gerð varnargarðs á svæðinu en frumvarp þess efnis var samþykkt skömmu fyrir miðnætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu