fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Land hefur risið um sjö sentímetra á Þorbirni síðustu 10 daga

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 13:24

Horft yfir Þorbjörn til Grindavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi og eru vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudag. Um 1.300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðastliðinn sólarhring, þar af eru þrír skjálftar yfir 3 að stærð.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Frá 27. október síðastliðnum hefur land risið um 7 sentímetra samkvæmt GPS-mælistöð á Þorbirni.

„Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um 5 kílómetra dýpi. Samkvæmt uppfærðum líkanreikningum, sem byggja á gögnum frá 27. október til 3. nóvember, er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem hafa myndast við Þorbjörn frá árinu 2020. Innflæði inn í sylluna er metið um 7 rúmmetrar sem er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn.“

Á vef Veðurstofunnar segir að á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram megi gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 15 í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð