Samfélagsmiðlastjarnan og athafnakonan Brynhildur Gunnlaugsdóttir slær á létta strengi í nýju myndbandi á TikTok, þar sem hún er með yfir 1,6 milljónir fylgjenda á miðlinum.
„Ó vá, brjóstin þín eru risastór en þú ert svaka klár,“ heyrist í myndbandinu og „mæmar“ þá Brynhildur: „Já, rétt.“
@brynhildurgunnlaugss♬ original sound – فيضان
Sjá einnig: Brynhildur skilur ekkert af hverju þetta myndband fékk 50 milljónir í áhorf
Brynhildur hefur áður talað opinskátt um að hún hafi gengist undir brjóstastækkun fyrr á árinu.
„Það var geðveikt, ótrúleg upplifun. Ég var góð bara fáránlega snemma, bara tveimur dögum eftir á,“ sagði hún um ferlið í kringum brjóstastækkunina.
„Ég var alveg með brjóst fyrir. Ef þú ert alveg flöt þá geturðu ekki farið X mikið upp um stærð, því húðin bara slitnar og rifnar. Og af því að ég er með alveg læri og rass, þá meikaði alveg sens að ég gat farið í þessa stærð.“
Sjá einnig: Brynhildur opnar sig um brjóstastækkunina og tekjurnar – Þénar milljónir á mánuði
Brynhildur varð 23 ára í október og er í sambandi með króatíska körfuboltamanninum Dani Koljanin. Myndband frá henni um hvernig það er að vera kærasta körfuboltamanns sló nýverið í gegn og birti miðillinn The Culture Club það fyrir suttu.
@brynhildurgunnlaugss its giving disappointed #basketball #messi ♬ september on crack ft. a recorder (Earth, Wind & Fire – September) – frickin weeb
Brynhildur stofnaði nýverið fatalínuna Áróra Fitness. Hún heldur einnig úti áskriftarsíðu á Fanfix, sem er svipaður vettvangur og Patreon og OnlyFans, þar sem áhrifavaldar, eða svo kallaðir „creators“, geta selt efni gegn mánaðarlegu gjaldi. Ólíkt OnlyFans er klám ekki leyft á miðlinum.
Sjá einnig: Frægasti rass Íslands selur buxur sem undirstrika rassinn