fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Fókus
Miðvikudaginn 10. september 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölbragðaglímukappinn frægi, Hulk Hogan, lést í júlí en hann var 71 árs að aldri. Hann átti stóran þátt í að efla vinsældir amerískrar fjölbragðaglímu með stórfenglegum tilþrifum sínum í glímuhringnum og persónulegum stíl. Hann átti eins frama í bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Útför Hogan fór fram í Flórída snemma í ágúst en dóttir hans, Brooke Hogan, lét ekki sjá sig. Samband feðginanna var stormasamt, einkum eftir að Hogan skildi við barnsmóður sína, Lindu, árið 2007. Sambandið hafði þó batnað seinustu árin fyrir andlátið. Brook birti færslu á samfélagsmiðlum eftir jarðarförina þar sem hún útskýrði hvers vegna hún væri fjarverandi.

„Faðir minn hafði ekki gaman af hinni þunglamalegu stemningu sem oft fylgir jarðarförum. Hann vildi ekki hafa slíka,” sagði hún og bætti við að fólk syrgi á ýmsa vegu og að hún hafi ákveðið að heiðra föður sinn með sínum eigin hætti.

Líklega hefur samband Brooke við föður sinn þó ekki batnað jafn mikið og fólk hélt, því nú er búið að opinbera erfðaskrá glímukappans og þar er hvergi minnst á Brooke.

Eignir Hogan eru metnar á rúmlega 600 milljónir króna, en Brooke fær ekki krónu samkvæmt erfðaskránni.

Bróðir hennar, Nick Hogan, hefur verið skipaður yfir dánarbúið ásamt skipastjóra. Page Six greinir frá því að erfðaskráin hafi verið rituð árið 2016 og henni breytt ítrekað á árunum 2017, 2021, 2022 og seinast sumarið 2023. Nick er einkaerfingi samkvæmt erfðaskránni.

Brooke hafði sjálf krafist þess, þegar samband hennar og Hogan var stirt, að hún yrði fjarlægð úr erfðaskránni árið 2023 þegar Hogan gekk að eiga ekkju sína, Sky Daily. Brooke sagðist sannfærð um að nýja eiginkona hans yrði til vandræða við andlátið og vildi síður taka þátt í langdregnum deilum um arfinn.

Erlendir miðlar eru ekki á einu máli um hvort ekkjan fái nokkuð af eignum manns síns, en hún er þó skráð í erfðaskránni sem eftirlifandi maki en ekki sem erfingi. Slík skráning hefur þó í mörgum tilvikum tryggt eftirlifandi maka einhvern rétt til makalífeyris og eigna. Þó eru einnig dæmi fyrir því að erfingjar geti komið í veg fyrir slíkar greiðslur á grundvelli erfðalaga.

Meðal eigna Hogan eru mögulegar bætur úr skaðabótamáli sem dánarbú hans ætlar að höfða gegn spítalanum þar sem Hogan gekkst undir aðgerð, en ekkja hans telur að aðgerðin hafi valdið hjartafallinu sem dró Hogan til dauða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm