fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hvetja konur innan fyrirtækisins að taka sér frí á morgun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. október 2023 19:08

Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Terra umhverfisþjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terra umhverfisþjónusta styður heilshugar við baráttuna við kynbundnu ofbeldi og kerfisbundnu launamisrétti sem er yfirskrift fyrirhugaðs kvennaverkfalls. Til að sýna stuðning sinn í verki hvetur Terra umhverfisþjónusta konur sem starfa hjá fyrirtækinu til að taka þátt í kvennaverkfallinu og leggja niður störf á morgun, á kvennafrídaginn. Þær konur sem leggja niður störf á morgun verða ekki fyrir tekjutapi.Tilgangur Terra umhverfisþjónustu er að stuðla að sjálfbærni með því að hvetja og auðvelda viðskiptavinum okkar að safna og flokka. Fyrirtækið hefur sinnt þessu hlutverki í 40 ár og hjá því starfa rúmlega 250 manns á starfsstöðvum víðsvegar um landið.,,Við hjá Terra umhverfisþjónustu leggjum áherslu á að starfsfólk okkar njóti jafnréttis og erum meðal annars ávallt að leita leiða til að jafna hlutföll kynja í fyrirtækinu. Í dag eru konur um 15% af okkar starfsfólki. Á síðasta ári fjölgaði konum úr 10% í 15% og konur sem millistjórnendur fjölgaði úr 23% í 40% hjá fyrirtækinu. Við viljum öll vera metin að verðleikum, óháð kyni og hafa jöfn tækifæri. Við leggjum áherslu á jafnréttis- og jafnlaunastefnu í okkar starfsemi og verið jafnlaunavottuð frá árinu 2020. Við viljum hvetja aðra til að sýna stuðning sinn í verki við konur og kvár á kvennafrídaginn“, segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“