fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

24 ára Íslendingur handtekinn í Japan

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 08:44

Frá Osaka. Mynd: Pexels/Stephen + Alicia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Osaka í Japan handtók 24 ára Íslending þar í borg á dögunum vegna gruns um að hafa ráðist á 59 ára gamlan leigubílstjóra.

Japan Today greinir frá þessu en maðurinn er sagður hafa neitað að greiða fyrir farið áður en hann réðst á bílstjórann.

Í fréttinni kemur fram að hinn grunaði hafi farið inn í bílinn í Kita-ku hverfinu í Osaka klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið er maðurinn sagður hafa neitað að greiða fyrir farið en upphæðin nam þrjú þúsund jenum, tæpum 2.800 krónum.

Maðurinn er sagður hafa farið út úr leigubílnum og bílstjórinn á eftir honum. Endaði það með því að Íslendingurinn veitti bílstjóranum nokkur hnefahögg í andlitið áður en hann hljóp í burtu.

Lögreglu tókst að hafa hendur í hári mannsins eftir að hafa skoðað eftirlitsmyndavélar á svæðinu og eftir að hafa rætt við annan leigubílstjóra sem maðurinn átti viðskipti við. Var Íslendingurinn handtekinn á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“